Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Möje Hammerberg'
Höf.
(Hammarberg 1931) Þýskaland.
Íslenskt nafn
Ígulrós, garðarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól til lítill skuggi.
Blómalitur
Rauðfjólublár.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
75 sm
Vaxtarlag
Foreldrar óþekktir. Möje Hammarberg er ígulrósarblendingur (R. rugosa), sænskt yrki, lágvaxið afbrigði af hansarósinni, sem verður aðeins 75 sm hátt samkvæmt sænskum upplýsingum. Runninn uppréttur, 80-120(150) sm hár og álíka breiður, kröftugur og grófgerður, þéttvaxinn, mjög þyrnóttur.
Lýsing
Blómin 9 sm breið, rauðfjólublá til djúp bleik með gula fræfla, einföld til hálffyllt, með 17-25 krónublöð, blómin í klösum, ilma mikið. Lotublómstrandi, stöku blóm koma fram eftir hausti eftir aðalblómgunina. Nýpur eru margar, stórar og rauðar að haustinu. Dæmigert ígulrósarlauf.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Ónæm fyrir svartroti, mjölsvepp og ryðsvepp.
Harka
Z3
Heimildir
1, Bjarnason, Á.H. ritstj. 1996: Stóra garðblómabókin Alfræði garðeigandans - Reykjavík, Petersen, V. 1981: Gamle roser i nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981, http://www.elisanet.fi/simolanrosario/a-uudet-sivut/uudet-ruusulistat/rosarugosa.html, http://www.elkorose.com/ehwrmn.html, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP, davesgarden.com/guides/pf/go/208892/#b,www.rydlingeplanteskola.se/vaxter/rosor/rosor-for-det-tuffa-klimatet
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Í limgerði, í þyrpingar, sem stakstæður runni, í blönduð beð. Harðgerð og mjög hraust planta og með mikinn viðnámsþrótt gegn sjúkdómum. Runninn er með fallegar rauðar nýpur, gula haustliti, og hann er seltu- og vindþolinn.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur frá 1989 og 1996, báðar kala yfirleitt lítið. Sú eldri er orðin aðþrengd 2008 og því léleg, sú yngri vex vel og blómstrar mikið t.d. 2009.
Yrki og undirteg.
Fjöldi yrkja af Rosa rugosa er í ræktun hérlendis t.d. 'Alba', 'Anges, 'Grootendorst', 'Hansa', 'Schneezwerg', 'Fru Dagmar Hastrup', 'Møje Hammerberg', 'Pink Grootendorst' og fleiri.