Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Conrad Ferdinand Meyer'
Höf.
(Dr. Müller 1899) Þýskaland.
Íslenskt nafn
Ígulrós, garðarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Silfurbleikur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
150-200 sm
Vaxtarlag
Runnarós, Rosa rugosa blendingur.Þetta er einn vinsælasti R. rugosa blendingurinn, lotublómstrandi. Rósin getur orðið hávaxin, 180-240 sm og 120-240 sm breið. Greinarnar eru mjög þyrnóttar.
Lýsing
Foreldrar: (tehybrid 'Gloire de Dijon' x R. centifolia 'Duchesse de Rohan') x R. rugosa.Blómin eru stór, fyllt, falleg í laginu og ilma mikið, liturinn er silfurbleikur. Þessa rós ætti að klippa nokkuð meira en hinar Rosa rugosa-rósirnar. Ekki talin þola veturinn í Finnlandi.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Rósin getur orðið fyrir barðinu á ryðsvepp.
Heimildir
Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København, Petersen, V. 1981: Gamle roser i nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981, http://www.elisanet.fi/simolanrosario/a-uudet-sivut/uudet-ruusulistat/rosarugosa.html,davesgarden/guides/pf/go/66959/#b,www.floweringshrubfarm.com/rugosa.htm
Fjölgun
Sumar-, haust-, vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð móti sól. Klippið dauð blóm af runnanum. Þarf reglulega áburðargjöf.
Reynsla
Varð skammlíf í Lystigarðinum.