Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Dronningen af Danmark'
Höf.
(Booth 1816) Danmörk (N-Þýskaland).
Íslenskt nafn
Bjarmarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
'Königin von Dänemark', 'Regina Daniae', 'Queen of Denmark'.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Dökkbleikur, rósrauður.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
-150-175 sm
Vaxtarlag
Rósarunni, sem er dálítið gisinn, uppréttur, kröftugur greinar bogaformaðar og þyrnóttar.
Lýsing
Yrkið er frá 1816, talin vera fræplanta af 'Maidens Blush'. (R. rosaalba x Damask hybrid).Þetta er Rosa alba rós, mjög vinsæl, enda ein sú fallegasta, gömul og harðgerð. Runninn er 150 sm hár en getur orðið allt að 180 sm hár og 150 sm breiður, vöxturinn er dálítið gisinn, uppréttur, kröftugur greinar bogaformaðar og þyrnóttar. Blómin eru dökkbleik, stór, skállaga, þéttfyllt, oft með dæmigerða fjórskiftingu. Nýútsprungin blóm eru rósrauð, seinna vera þau lifrauð og ilma mjög mikið, ilmurinn fínn. Laufið er með dæmigerðan blá/gráleitan tón eins og R. alba rósir eru. Þyrnar eru rauðleitir.;
Uppruni
Yrki.
Harka
Z3b
Heimildir
Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København, Petersen, V. 1981: Gamle roser i nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981, http://www.hesleberg.no, www.floeringshrubfarm.com/albarose.htm, www.cornhillnursery.com/retail/roses/roses.html
Fjölgun
Græðlingar, strax og þeir hafa rætst eru þeir settir hver í sinn pott.
Notkun/nytjar
Sólríkur vaxtarstaður. Harðgerður runni sem hentar stakur, í breið limgerði eða innan um smávaxinn runnagróður ásamt öðrum rósarunnum eða stök þar sem Vinca minor og fleiri tegundir eru undirgróður. 1 planta á m².
Reynsla
Rosa 'Dronningen af Danmark' var keypt í Lystigarðinn 2003 og gróðursett í beð 2004, óx mikið og blómstraði 2008, rétt lifði 2010. Ný keypt vorið 2010.