Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Örträsk'
Höf.
(Arboretum Norr 1999) Svíþjóð.
Íslenskt nafn
Ígulrós, garðarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa 'Örtelius'.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól - léttur hálfskuggi.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Júlí og fram á haust.
Hæð
Allt að 250 sm
Vaxtarlag
Foreldrar: Líklega einhver ofkrýnd ígulrós og Rosa majalis. Þetta er ígulrósarblendingur. Runninn er kröftugur, verður 250 m hár og álíka breiður, blómviljugur, lotublómstrandi og blómstrar frá júlíbyrjun og fram í frost.
Lýsing

Myndar mikið af rótarskotum. Blómin eru bleik, hálffyllt-fyllt, 7-8 sm í þvermál, ilmar, ilmur góður og miðlungi sterkur. Stöku krónublað fær ljósa rönd. Stilkar mjög þyrnóttir, þyrnar mislangir. Laufin hrukkótt. Nýpur hnöttóttar og kröftugar, appelsínurauðar, axlablöðin verða rauð.

Uppruni
Yrki.
Heimildir
Lars Åke Gustavsson bls. 344, http://www.altomtradgarden.se, http://www.garðurinn.is, http://www.ortrask.se, http://www.pom.info
Fjölgun
Græðlingar, stinga upp rótarskot.
Notkun/nytjar
Rósin er þekkt frá þorpinu Örträsk i Lappland síðan fyrir aldamótin 1900. Rósin er venjulega nefnd "Örträskrósin" og stundum líka undir nafninu 'Örtelius' sem minnir á bréfberann Viktor Örtelius, sem líklega var fyrstur manna til að rækta rósina. Fólk frá Arboretum Norr tók eftir henni eftir 1990 og létu skrá hana sem yrki og síðan er hún til í verslun í nokkru mæli. ε
Reynsla
Reynd hérlendis. Harðgerð.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Rósasérfræðingurinn Lars-Åke Gustavsson hefur endurunnið sitt stóra rit: “Rosor för nordiska trädgårdar" (Natur&Kultur) og eftir DNA rannsóknir á róshlutum af Örträsk-rósinni sem hann tók með sér frá Örträsk þegar hann var þar sumarið 2006 hefur hann nú rósina með þi þeim hluta sem fjallar um runnarósir. Það er sönnun þess að rósin er sérstök. Lars-Åke Gustavsson hefur tengsl við Alnarp á Skáni og er sérstaklega áhugasamur um gömul rósayrki. Rósinni er lýst í fyrsta hluta bókar hans og þar er líka kafli sem fjallar um umhirðu og notkun.