Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Scarlet Pavement'
Höf.
(Uhl 1991).
Íslenskt nafn
Ígulrós, garðarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa Rote Apart, 'Rotesmeer'.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Djúprauður / skarlatsrauður.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
Allt að 75 sm
Vaxtarhraði
Hraðvaxta.
Vaxtarlag
Rosa rugosa yrki, 20. aldar rósarunni, þekjurós og ein af svonefndum Pavement rósum. Runninn er um 75 sm hár og álíka breiður, blómviljugur, lotublómstrandi.
Lýsing
Knúbbarnir í klösum, eru langir, blómin hálffyllt, mjög falleg, djúprauð/skarlatsrauð með gula miðju, sem kemur í ljós þegar þeir springa út. Krónublöðin bylgjuð. Blómin ilmandi. Ung lauf bláleit en verða gljáandi græn með aldrinum. Fallegar, dökkrauðar nýpur að haustinu.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Laus við kvilla.
Harka
Z3
Heimildir
http://www.groundcover rose, http://www.hortico.com, http://www.kedemroses.com, http://www.oldheirloomroses.com, http://www.sylter-rose.de, http://www.sympatico.ca, davesgarden.com/guides/pf/go/69066/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Harðgerður, hraustur og fallegur runni og frostþolinn og laus við sjúkdóma. Þarf litla umhirðu. Mjög saltþolinn.
Reynsla
Myndir eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.
Yrki og undirteg.
Réttara nafn er Rosa 'Rotes Meer'.