Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Dwarf Pavement'
Íslenskt nafn
Ígulrós, garðarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Fölrauður.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
90 (100-120) sm
Vaxtarlag
Dvergrunnarós-skriðrós, mjög þéttvaxin.
Lýsing
Runninn er ígulrósarblendingur (Rosa rugosa hybrid).Kanadísk rós, mjög þéttvaxin með skær bleik/ljósbleik, ilmandi,stór, hálffyllt blóm, (krónublöð 12-16). Blómstrar aftur og aftur allt sumarið og þroskar skarlatsrauðar nýpur að haustinu. Runninn verður 100-120 sm hár. Er góð í kanta. Þétt vaxtarlagið gerir að verkum að hún er góð í útplantanir hvort sem er stök, í lítil limgerði eða stórar breiður.;
Uppruni
Yrki.
Harka
Z 3-4
Heimildir
http://www.naturehills.com/dwarf_pavement_rose.aspxhttp://www.pahls.comhttp://www3.sympaico.ca/galetta/tales/clandscape_pavement.html
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Pavement rósir eru bæði duglegar og fallegar. Þær standast miklar hitasveiflur og þrífast jafnt í fullri sól og hálfskugga. Þola líka salt vel.Rosa 'Dwarf Pavement' er á eigin rót og kosturinn við það að þegar rósin hefur einu sinni náð rótfestu er hún nánast ódrepandi. Ef vetrarhörkurna drepa ofanjarðarsprotana, þá kemur nákvæmlega sama rósin aftur upp af rótinni að vorinu, hún endurnýjar sig. Sólríkur vaxtarstaður. Harðgerð. Hraust, mikið viðnám gegn sjúkdómum. Þolir salt einstaklega vel.
Reynsla
Rosa Dwarf Pavement þrífst vel, kelur lítið sem ekkert.