Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Roseraie de I'Hay'
Höf.
(Cochet-Cochet 1901) Frakkland.
Íslenskt nafn
Ígulrós, garðarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Vínrauður.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
- 150 sm
Vaxtarlag
Stökkbreytt fræplanta af R. rugosa. 'Roserai de L'Hay' er Rosa rugosa yrki (ígulrósar blendingur), mjög kröftugur runni og þéttvaxinn, stór og hraustur, eitt besta og dáðasta ígulrósaryrkið. Runninn er um 150 sm hár, stundum hærri (210 sm og álíka breiður), kröftugur og þéttvaxinn, breiðist út með fjölda rótarskota.
Lýsing
Blómstrar næstum stöðugt alveg fram á haust. Blómin eru í klösum, flott, upprétt, stór, bollalaga til flöt, 11,5 sm breið, sterk vínrauð með flauels áferð, hálfofkrýnd og ilma mikið, ilmurinn er yndislegur. Fræflarnir eru rjómagulir. Laufið er kröftugt, heilbrigt, hrukkótt og dökk- eða skærgrænt. Oft með tómatrauðar stórar nýpur.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Ónæm fyrir svartroti, mjölsvepp og ryðsvepp.
Harka
Z2
Heimildir
Hjörtur Þorbjörnsson, Grasagarði Reykjavíkur, http://www buckingham-nurseries.co.uk,http://www.backyardgardener,com, http://www.bbc.co.uk, http://www.cornhillnursery.com, http://www.elisanet.fi/simolanrosario/a-uudet-sivut/uudet-ruusulistat/rosarugosa.html, http://www.horticlick.com,www.floweringshrubfarm.com/rugosa.htm, www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP, https://www.rhs.org.uk/Plants/72211/Rosa-Rosaraie-de-l-Hay-%28Ru%29/Detaiks
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlinar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Harðgerður runni sem best er að snyrt snemma vors ef með þarf. Notaður í limgerði, plantið með 30-45 sm millibili. Klippið dauð blóm af. Gefið plöntunni áburð reglulega.
Reynsla
Kom sem græðlingur í Lystigarðinn frá Grasagarði Reykjavíkur 2004, óvíst að hafi lifnað. Fín í Reykjavík. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.