Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Scabrosa'
Höf.
(Harkness 1960) Bretland.
Íslenskt nafn
Ígulrós, garðarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa rugosa scabrosa, Rugosa Superba.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Rauður-blápurpura.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
90-120 sm
Vaxtarlag
Foreldrar: Óþekktir. (Fræplöntur af R. rugosa?).Rosa rugosa blendingur, þéttvaxinn, mjög þyrnóttur runni, 90-120(-250) sm hár og 90-120 m breiður, getur verið klifurrunni.
Lýsing
Blómin skállaga, einföld, allt að 12 sm breið með léttan eða sterkan ilm, rauð-blápurpura með gula fræfla, standa lengi. Blómstrar fram á haust a.m.k. stundum. Laufið glansandi, hrukkótt, leðurkennt og ljósgrænt.Haustlitirnir eru fallegir, stórar, tómatrauðar nýpur eru fjölmargar.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Ónæm fyrir svartroti, mjölsvepp og ryðsvepp.
Harka
Z2
Heimildir
http://www.backyardgardener.com, http://www.helpmefind.com, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.floweringshrubfarm.com/rugosa.htm, www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP,davesgarden.com/guides/pf/go/64927/#b, http://www.rhs.org.uk/Plants/99058/RosaScabra-%28Ru%29/29/details?returnurl=%2Fplants%Fsearch-results%3Fcontext%3Db%,
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í ker og runnabeð, í limgerði. Harðgerður og mjög hraustur runni og laus við sjúkdóma. Sólríkur vaxtarstaður.
Reynsla
Rosa Scabrosa var sáð í Lystigarðinum 1991 og 1994. Þær plöntur vaxa vel, lítið um kal. Blómríkar. Plantað í reit 1994 og 1995 og í beð 2004 og 2009.