Rosa acicularis

Ættkvísl
Rosa
Nafn
acicularis
Íslenskt nafn
Heiðarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa carélica Fries.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Dökk rósbleikur til purpurableikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
100 (-250) sm
Vaxtarlag
Villirós. Lágvaxinn runni með um 100 sm háar greinar, (sjaldan allt að 250 sm hár) með beina eða lítið eitt bogna þyrna, veikbyggða og granna innan um þétt, mjó þornhár, (er stundum þyrnalaus). Greinar þéttar, runninn breytilegur í vextinum. Axlablöðin mjó.
Lýsing
Laufin sumargræn, smálaufin 5-7 (sjaldan 3-9) egglaga til oddbaugótt, 1,5-6 sm, ydd, blágræn og oftast hárlaus á efra borði, gráleit og dúnhærð á neðra borði, jaðrar með einfaldar tennur. Stoðblöð mjó, ± jafn löng og stilkurinn. Blómstæðin slétt. Blóm eitt, sjaldan allt að 3, einföld, lítið eitt ilmandi, 3,8-6,2 sm í þvermál. Bikarblöð kirtilhærð á ytra borði, upprétt og standa lengi eftir blómgun. Krónublöðin dökk rósbleik til purpurableik. Stíll ekki samvaxinn, ná ekki fram úr blóminu, fræni ullhærð. Nýpur sporvala eða hnöttóttar til perulaga með háls í efri endann, glansandi, skærrauðar, 1,5-2,5 sm, sléttar.&
Uppruni
N Ameríka, Alaska, NA Asía, Evrópa.
Harka
2, H1
Heimildir
= 1, 2, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, sem stakstæður runni, í blönduð beð.
Reynsla
Heiðarósinni hefur verið sáð 1990, 1994 og 2000 í Lystigarðinum. Sú frá 1990 kelur lítið, þrífst vel, þær frá 1994 og 2000 eru fremur lélegar, engin blóm (2010).Meðalharðgerð, mörg afbrigði eru í ræktun. Þarf að grisja reglulega.