Rosa acicularis

Ættkvísl
Rosa
Nafn
acicularis
Ssp./var
v. bourgeauiana
Höfundur undirteg.
(Crép.) Crép
Íslenskt nafn
Heiðarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Dökkrósbleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
100 (-200) sm
Vaxtarlag
Sjá hjá aðaltegund.
Lýsing
Blómin stærri en á aðaltegundinni, verða allt að 5 sm í þvermál. Nýpur meira kúlulaga og með mjög stuttan háls.
Uppruni
N Amerika.
Harka
Z2
Heimildir
7
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, sem stakstæður runni, í blönduð trjá og runnabeð.
Reynsla
Gömul planta er í Lystigarðinum, er orðin 200 sm há, þrífst vel, kelur lítið, engin blóm. Plöntur undir nafninu Rosa acicularis Lindl. v. bourgeauiana (Crép.) Crép. f. bourgeauiana var sáð 1992 hafa kalið lítið eitt, vaxa mikið, engin blóm.