Rosa foetida

Ættkvísl
Rosa
Nafn
foetida
Yrki form
'Bicolor'
Höf.
(Gerard before 1596)
Íslenskt nafn
Gullrós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa lutea bicolor Willm., Kapusinerrose, Austrian Copper, Capucine, Capucine Bicolore, Capucine Briar, Copper, Corn Poppy Rose, R. lutea punicea, Rose Comtesse, Rosier Eglantier var. couleur poncea, Vermilion Rose of Austria R. bicolor Jaquin, R. foetida v. bicolor (Jaquin) Willmott. Rosa lutea v. punicea W.D.J. Koch, Rosa eglanteria v. punicea Lavallée, Rosa lutea v. bicolor Sims, Rosa sylvestris austriaca flore phoeniceo.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Koparrauður innan, gult-dumbgult utan.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
50-80 (-250) sm
Vaxtarlag
Foreldrar: Stökkbreytt fræplanta (sport) af Rosa foetida. Kynbótamaðurinn er óþekktur en talið er að hún hafi verið kynbætt fyrir 1590, sumar heimildir á netinu telja að Gerard hafi kynbætt hana 1596. Líklega mjög gamall blendingur milli R. kokanica og R. hemisphaerica eða að hún er stökkbreytt fræplanta af Rosa foetida segja aðrar heimildir. Runninn er uppréttur, miðlungstór, 50-80 sm hár, en getur orðið allt að 250 sm hár og 200 sm breiður, uppréttur og gisinn, blómstrar einu sinni á sumri.
Lýsing
Blóm eru einföld, fallega koparrauð að innan en ytra borð krónublaðanna er gult-dumbgult. Það er ekki óvenjulegt að bæði gul og koparrauð blóm geta verið á sama runna. Ilmar mikið, óþægileg lykt. Laufið ljósgrænt. Nýpur hnöttóttar, appelsínurauðar. Greinar slá stundum til baka í gulblóm form.&
Uppruni
Blendingur.
Sjúkdómar
Geislablettasýki, ryðsveppur.
Harka
Z4
Heimildir
Petersen, V, 1981: Gamle roser i nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981, http://www.hesleberg,no, http://www.rose-roses.com/rosepages, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, davesgarden.com/guides/pf/go/165779/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Sólríkur vaxtarstaður. Ein planta á m². Höfð stök, í beð, nokkrar sama, í almenningsgarða.Viðkvæm fyrir sveppasjúkdómum þ.e. geislablettasýki, ryðsvepp, er yfirleitt hraust í svölu loftslagi.Þetta er ein mest ræktaða tegundin í heiminum, fundin víða í görðum erlendis.
Reynsla
Rosa foetida 'Bicolor' var keypt í Lystigarðinn 2006 og gróðursett í beð sama ár, vex vel og blómstrar lítið eitt.