Rosa gallica

Ættkvísl
Rosa
Nafn
gallica
Yrki form
'Rosa Mundi'
Höf.
(fyrir 1551) .
Íslenskt nafn
Skáldarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
R. Mundi hort., R. gallica versicolor L. Rosa gallica Variegata Thory,
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rauðbleikur - hvítrákóttur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
80-120 sm
Vaxtarlag
Uppruni óþekktur. Plantan er líklega stökkbreytt fræplanta af R. gallica Officinalis.Rosa Rosa Mundi er mjög gamalt yrki. Runninn er harðgerður, grannvaxinn, uppréttur, 80-130 sm hár og um 100 sm breiður með marga bogna þyrna, einblómstrandi.
Lýsing
Skærgrænt lauf. Rauðbleik-hvít rákótt, bollalaga blóm, ofkrýnd til hálffyllt, með gula miðju, ilmlaus eða með daufan ilm, blómviljug. Nýpur dálítið þornhærðar, hnöttóttar og rauðar. Myndar stundum með einföld blóm með upprunalega blómlitnum.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Ónæm fyrir svartroti og ryðsvepp.
Harka
Z5
Heimildir
http://www.bbc.co.uk, http://www.flickr.com, http://www.hesleberg.no, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, davesgarden.com/guides/pf/go/121/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Sólríkur vaxtarstaður. Getur þrifist í fremur mögrum jarðvegi, vel framræstum og rökum. Snyrtið eftir blómgun síðsumars, klippið langar greinar um 1/3 og hliðargreinar um 2/3. Hæfilegt er að hafa 2 plöntur á m². Rosa Rosa Mundi er höfð í beð, sem stakur runni, nokkrar saman í þyrpingu. Rosa Rosa Mundi hefur eins og mörg R. gallica yrki, tilhneigingu til að sýkjast af mjölsvepp. Líklega nefnd eftir Rosamunde Fair (?-1176), fylgikonu enska konungsins Henrys II (1133- 1189).
Reynsla
Rosa Rosa Mundi var keypt 2003 og plantað í beð 2004. Hún var frekar döpur til að byrja með, en vex vel og blómstraði fáeinum blómum 2008, engin blóm 2009.