Rosa gallica

Ættkvísl
Rosa
Nafn
gallica
Yrki form
'Violacea'
Höf.
(Fyrir 1800 / Cumerland fyrir 1824)
Íslenskt nafn
Skáldarós (gallarós)
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
R. gallica violacea, R. gallica 'Violacea', La Belle Sultane.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Djúprauður.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
- 200 sm
Vaxtarlag
Rosa Violacea er óvenju falleg og á meðal fallegustu einblómstrandi rósanna. Runninn er blómviljugur, verður meira en 200 sm hár, næstum þyrnalaus. Það er líka hægt að nota hann sem klifurrunna.
Lýsing
Fögur blómin eru hálffyllt, djúprauð með flauelsáferð, verða seinna sterk purpuralit, jaðrar brúnir og með fjölda gullgulra fræfla í miðjunni. Blómin ilma vel. Laufin eru kringluleit, fá rauðleita haustliti, standa lengi. Margir nýpur með skrautlegum bikarblöðum.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z5
Heimildir
Jenssen 1993, http://www.proartists.com, http://www.rosegathering.com,
Fjölgun
Til dæmis með að stinga upp rótarskot. Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Hraustur runni og mjög vetrarþolin, fjölgar sér með fjölmörgum rótarskotum. Sólríkur vaxtarstaður. Þolir við í hálfskugga.
Reynsla
Rosa Violacea var keypt í Lystigarðinn 2003 og plantað í beð 2004, vex vel og blómstrar að minnsta kosti sum árin.