Rosa helenae

Ættkvísl
Rosa
Nafn
helenae
Yrki form
'Lykkefund'
Höf.
(Aksel Olsen 1930) Danmörk .
Íslenskt nafn
Helenurós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni, klasarós.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rjómahvítur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
- 400 sm
Vaxtarlag
Foreldrar: R. helenae × R. Charles BonnetKröftugur runni, 400 sm hár og 200 sm breiður en getur orðið 6-8 m hár. Klifurrós sem þarf klifurgrind og hægt er að nota hana í súlugöngum, laufskála eða sem súlurós, getur líka vaxið upp tré.
Lýsing
Blómin rjómahvít, fyllt, ilma mikið. Blómstrar einu sinni á sumri. Minnir mikið á Rosa helenae Hybrida en Lykkefynd er næstum þyrnalaus. Nýpur eru fáar, smáar, appelsínugular og í klösum. Lykkefynd er með stærri og enn fylltari blóm en R. helenae og nýpurnar eru líka stærri og miklu færri og greinarnar eru næstum þyrnalausar.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z5
Heimildir
Petersen, V. 1981: Gamle roser i nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981, http://www.hesleberg.no, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm
Fjölgun
Sumargræðlingar, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Ræktuð eins og R. helenae. 1 planta á m².Þarf sólríkan vaxtarstað og miðlungi næringarríkan jarðveg.
Reynsla
Rosa helenae 'Lykkefynd' var keypti í Lystigarðinn 2006 og plantað í beð sama ár, blómstraði dálítið 2008. Uppáhalds klifurrósin okkar um þessar mundir (2009). Vex afar örugglega á suðurvegg skemmunnar.