Rosa helenae

Ættkvísl
Rosa
Nafn
helenae
Íslenskt nafn
Helenurós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
- 500 sm
Vaxtarlag
Vafningsrós eða klifurrós sem er kröftug og vex mikið, runninn verður allt að 500 sm há. Ungar greinar purpurabrúnar. Greinar með stutta, sterklega og bogna þyrna. Smálauf 7-9, egglensulaga, 2,5-5 sm löng, ydd, skærgræn og hárlaus á efra borði, grágræn og hærð neðan, hvasstennt.
Lýsing
Blómin eru hvít með gula fræfla í miðju, 2-3(4) sm breið, geta verið mörg í flötum klasa, ilmandi, ávaxtailmur. Blómstæði er þétt kirtilhærð. Bikarblöð lensulaga, með hliðarflipa og með fíngerðan odd, styttri en lokuð krónublöðin, bikarblöð aftursveigð eftir blómgun, detta seinna af, bikar hárlaus. Nýpur egglaga, rauðar, allt að 12 mm langar.
Uppruni
Mið-Kína.
Harka
Z5
Heimildir
http://wwww.helpmefind.com/rose/l.php?l=2.44094.0,floralinnea.se/aksel-olsen.html
Fjölgun
Sumargræðlingar, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Á grindur eða veggi móti sól.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.
Yrki og undirteg.
'Aksel Olsen'(Aksel Olsen, Danmörk um 1923). Komið á framfæri af Lars-Åke Gustavsson 1998). Þetta er mjög falleg rós með einföld, gulhvít, lítil blóm sem eru með hunangsilm. Fallegar appelsínugular nýpur. Góð og kröftug klifurrós. Nefnd eftir þekktum dönskum rósaræktarmanni.'Starkodder' er helenae-blendingur, sem eru með dálítið meira fyllt blóm en hin yrkin. Knúbbarnir eru ljósgulir og runninn blómstrar mikið með hvít, hálffyllt blóm. Ilmurinn er sætur og þægilegur. Þolir dálítinn skugga. Rósin fannst sem fræplanta hjá Cedergren & Co í Råå utan við Helsingborg, Svíþjóð.