Rosa majalis

Ættkvísl
Rosa
Nafn
majalis
Íslenskt nafn
Kanelrós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa cinnamomea L. 1759 ekki 1753,
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól (-hálfskuggi).
Blómalitur
Fagurrauður
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
-150 sm
Vaxtarlag
Villirós. Runni með neðanjarðar renglur, uppréttur, einblómstrandi. Hann sem verður um 150 sm hár og álíka breiður, oft þyrnalaus, annars með stutta, bogna þyrna í pörum með löngu millibili, - við fætur laufanna. Greinar grannar, kanelbrúnar, uppréttar.
Lýsing
Smáblöð 5-7 talsins, lang-oddbaugótt, oft daufgræn og hærð á efra borði, en að neðan með þéttara gráu hári, sagtennt. Blóm 1-3, oft aðeins stök, bleik-fagurrauð, fremur smá til meðalstór, allt að 5 sm breið, einföld og með léttan, ljúfan ilm. Bikarblöð heilrend, mjó, verða að lokum upprétt og samanlögð.
Uppruni
N Evrópa til A Asíu -Síbería.
Sjúkdómar
Viðkvæm fyrir hunangssvepp.
Harka
Z6
Heimildir
Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, http://www.hesleberg.no, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Rosa+majalis, davesgarden.com/guides/pf/go/197630/#b
Fjölgun
Sumargræðlingar, síðsumargræðlingar með hæl, vetrargræðlingar, ágræðsla, rótarskot, sveiggræðsla (tekur 12 mánuði).
Notkun/nytjar
Nýpur litlar, næstum hnöttóttar, 1 sm breiðar, hárlausar og sléttar, djúprauðar til kanelbrúnar (rauðbrúnar) og innihalda mikið af C-vítamíni (1700 mg/100g) og próvítamín A þegar þær eru fullþroska.Hæfilegt er að hafa 1 plöntu á m². Talin nokkuð skuggþolin. Mjög nægjusöm.Notuð t.d. við sumarbústaði, stakar plöntur.
Reynsla
Kanelrósinni hefur verið sáð í Lystigarðinum 1974 og 1986, plantað í beð 1991. Sú eldri kelur lítið, er orðin um 150 sm há og blómstraði og myndaði hjúpa a.m.k. 2008. Sú yngri kelur lítið, vex vel, engin blóm 2009.