Rosa majalis

Ættkvísl
Rosa
Nafn
majalis
Yrki form
'Foecundissima'
Íslenskt nafn
Kanelrós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa cinnamomea v. plena West. R. foecundissima Münchh.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
100-200 sm
Vaxtarlag
Foreldrar óþekktir, kom fram fyrir 1583. Uppréttur, þyrnóttur runni með þornhár, þétt, með rótarskot. Lauf mattgræn með 5-7 smálauf.
Lýsing
Blómin lilla til bleik með ljósari jaðra, þéttfyllt, lítil blóm mjög mikið fyllt, blómin flöt, ilma talsvert. Einblómstrandi. Hefur verið ræktuð síðan á 16. öld.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z6
Heimildir
Hjörtur Þorbjörnsson, Grasagarði Reykjavíkur.Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg,davesgarden.com/guides/pf/go/197630/#b,www.helpmefind.com/rose/l.php?l=2.46690.1
Fjölgun
Sumar- og síðsumargræðlingar, ágræðsla.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð.
Reynsla
Rosa majalis 'Foecundissima' var keypt í Lystigarðinn 2003, 2 plöntur. Annarri var plantað í beð 2004 og hinni 2006, kala mismikið, sú sem plantað var í beð 2006 blómstrar stundum vel, engin blóm 2009. Kom líka sem græðlingur í Lystigarðinn frá Grasagarði Reykjavíkur 2004, óvíst að hafi lifnað. Fín í Reykjavík.