Rosa mollis

Ættkvísl
Rosa
Nafn
mollis
Íslenskt nafn
Silkirós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa villosa auct. non L. R. mollisima Fries, R. villosa v. mollisima Rau
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól (-hálfskuggi).
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
-100 sm
Vaxtarlag
Villirós. Lítill uppréttur runni sem verður um 150-200 sm hár, einblómstrandi. Greinar rauðleitar, döggvaðar, með granna, tiltölulega beina þyrna, sem allir eru eins. Smálauf 5-7, kringluleitari og smærri en á hinni nauðalíku R. villosa, silkihærð neðan, minna kirtilhærð og tvísagtennt.
Lýsing
Blómin 1-4 saman, bleik, 4-5 sm breið, ilma. Bikarblöðin fjöðruð, kirtilþornhærð, langæ. Nýpur hnöttótt, hangandi, skarlatsrauð dálítið þornhærðar eða alveg sléttar.
Uppruni
N Evrópa - M Asía.
Harka
Z6
Heimildir
Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,
Fjölgun
Sáning. Síðsumargræðlingar með hæl, rótarskot, sveiggræðsla tekur 12 mánuði.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð. Getur þolað allt að -29°C.
Reynsla
Silkirósinni hefur verið sáð tvisvar í Lystigarðinum, bæði 1991 og 1992, báðum plantað í beð 2000. Hún kelur lítið, vex vel, báðar blómstra, sú frá 1991 blómstraði t.d. mikið 2009.