Rosa moyesii

Ættkvísl
Rosa
Nafn
moyesii
Yrki form
'Fargesii'
Íslenskt nafn
Meyjarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Dökkrósbleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
180-250 sm
Vaxtarlag
Rosa moyesii 'Fargesii' er bara fjórlitna (tetraploid) form af aðaltegundinni og mjög lík henni en er með snubbóttari smálauf.
Lýsing
Blómin eru sömuleiðis einföld, dökkrósbleik.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z3
Heimildir
Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, Nicolaisen 1975: Rosernas Bog - København, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,
Fjölgun
Síðsumargræðlingar með hæl, skifting á rótarskotum þegar plantan er í dvala, sveiggræðsla, tekur 12 mánuði.
Notkun/nytjar
Góð innan um stórgerða runna.
Reynsla
Til er í Lystigarðinum planta undir þessu nafni, sem sáð var 2000 og gróðursett í beð 2005. Hún vex vel og blómstraði dálítið 2008 og þroskaði nýpur, óx vel 2009 en blómstraði ekki það ár.