Rosa moyesii

Ættkvísl
Rosa
Nafn
moyesii
Yrki form
'Geranium'
Höf.
(Óþekktur kynbótamaður 1938) Bretland.
Íslenskt nafn
Meyjarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skarlatsrauður.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
180-250 sm
Vaxtarlag
Rosa moyesii 'Geranium' er fræplanta af Rosa moyesii Hemsl. & Wils. Kröftugur runni, þyrnalaus eða næstum þyrnalaus (þyrnar bognir, stórir), verður 180-250 sm hár og 150-250 sm breiður, en varla jafn kröftug og aðrar gerðir af meyjarós. Runninn er einblómstrandi, mjög blómviljugur og myndar mjög fagrar nýpur síðsumars og fram á haust.
Lýsing
Blómin skarlatsrauð, ilma mikið, lítil (4-8 krónublöð) 4 sm í þvermál. Nýpur flöskulaga, skær appelsínurauðar, nokkrar saman, hangandi, haldast ekki lengi á runnanum.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Ónæm fyrir sjúkdómum.
Harka
Z3
Heimildir
Nicolaisen 1975: Rosernas Bog - København, http://www.helpmefind. com, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.louistheplantgeek.com/a-gardening-journal/689-rosa-moyesii-geranium
Fjölgun
Síðsumargræðlingar með hæl, skifting á rótarskotum þegar plantan er í dvala, sveiggræðsla, tekur 12 mánuði.
Notkun/nytjar
Mjög harðgerð. Líka heppileg í fremur litla garða. Snyrt strax að blómgun lokinni.
Reynsla
Rosa moyesii Geranium' hefur lifað áratugum saman í garði á Akureyri, orðin hár runni sem vex vel og blómstrar árlega.