Rosa nutkana

Ættkvísl
Rosa
Nafn
nutkana
Íslenskt nafn
Strandrós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rósbleikur-lillableikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 150(-180) sm
Vaxtarlag
Villirós. Uppréttur runni sem verður allt að 150 sm hár eða hærri og 90-120 sm breiður, einblómstrandi, greinarnar grannar, dökkbrúnar, stíf-uppréttar. Þyrnar breiðir og beinir. Ungar greinar yfirleitt þornhærðar. Smálauf 5-9, breið-oddbaugótt, 2-5 sm löng, dökkgræn og hárlaus á efra borði, dálítið kirtilhærð á neðra borði, tvísagtennt og kirtiltennt.
Lýsing
Blómin oftast stök, rósbleik-lillableik, 5-6 sm breið, ilma mikið. Blómleggir yfirleitt dálítið kirtilþornhærðir. Bikar sléttur. Nýpur fjölmargar, hnöttóttar, sléttar, skærrauðar, allt 2 sm breiðar, eru lengi á runnanum.
Uppruni
Vestur N-Ameríka (í strandhéruðum frá Alaska til N Kaliforníu).
Harka
Z4
Heimildir
Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburghttp://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,davesgarden.com/guides/pf/go/81621/3b,www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinNamr=Rosa+nutkana
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð.
Reynsla
Strandrósinni var sáð í Lystigarðinum 1979, plantað í beð 1984 og annarri var sáð 1987 og plantað í beð 1988, vaxa vel en lítið er um blóm.