Rosa orientalis

Ættkvísl
Rosa
Nafn
orientalis
Höfundur undirteg.
fyrir 1700.
Íslenskt nafn
Breiðurós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
R. heckeliana Tratt., R. heckeliana subsp. orientalis (Dupont) Meikle
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól- lítill skuggi.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
Allt að 75 sm
Vaxtarlag
Lágvaxinn runni, um 60 sm hár eða hærri. Ungar greinar þétthærðar, þyrnar sérstaklega fáir, lítið eitt bognir til beinir, nállaga og með breiðan grunn. Einblómstrandi.
Lýsing
Smálauf 5(-7), oddbaugótt, oftast um 1,5(-7) sm löng, oddbaugótt til hálfkringlótt, ljósgræn ofan, grágræn neðan, dúnhærð beggja vegna. Tennur laufanna breiðar og vita fram á við. Blómin stök eða 2-3 saman, krónublöð allt að 2,5 sm löng, einföld, bleik, ilmur lítill eða enginn, á stuttum legg, leggurinn og bikarinn með silklöng kirtilhár og þornhár. Bikarblöðin upprétt. Nýpur sporvala, 1 sm langar.
Uppruni
S Júgóslavía, Grikkland, Albanía, Litla-Asía.
Harka
5
Heimildir
Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, www.rogerstoses.com/galleru/DisplayBlock-bid-259-gid-12-source-gallerydefault.asp
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar í kanta trjá- og runnabeða. Þolir allt að -25°C.
Reynsla
Tvær plöntur eru í Lystigarðinum. Aðfengin planta gróðursett 1990, kelur lítið, vex vel og blómstrar mikið t.d. 2008. Yngri plöntunni var sáð 1991 og plantað í beð 2000, kelur lítið eitt og kom með fáein blóm 2008. Hún er ekki á eins skjólgóðum stað og sú eldri.