Rosa pendulina

Ættkvísl
Rosa
Nafn
pendulina
Íslenskt nafn
Fjallarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa alpina L., Rosa cinnamomea L. 1753.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur eða purpuralitur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
100-150 sm
Vaxtarlag
Villirós, einlend. Runninn er 100-150 sm hár, einblómstrandi, greinar oftast rauðleitar en einnig líka grænar, oft alveg þyrnalausar (!). Greinar bogsveigðar, hangandi, næstum þyrnalaus, aðeins óveruleg þyrnamyndun neðst. Skríður með neðanjarðarrenglur.
Lýsing
Smálauf 5-9, lang-egglaga, 2-6 sm löng, tví-kirtilsagtennt, hærð bæði ofan og neðan, stundum líka hárlaus. Blómin 1-5, en oftast bara stök, bleik eða purpuralit með hvítt auga, allt að 4 sm breið og með reykelsisilm. Bikarblöð langæ, upprétt. Nýpur fjölmargar, glansandi, egglaga til flöskulaga, ljós- til dökkrauðar, 3 sm langar hangandi, oft álút og hárlausar. Nýpurnar innihalda aðeins lítið af hærðum smáhnetum.
Uppruni
Fjöll S & M Evrópu.
Harka
5
Heimildir
1,Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Notaður í limgerði, í þyrpingar, sem stakstæður runni og í blönduð beð. Fallegur garðrunni að hausti og vetrinum til, mjög frostþolinn. Nýpur eru C-vítamínríkar, innihalda 1000-3000 mg C-vítamín í 100 grömmum.
Reynsla
Var sáð í Lystigarði Akureyrar 1991 og gróðursett í beð 1994, kól mjög lítið, blómstrar mikið. Harðgerð rós, vindþolin og nægjusöm, þarf að grisja reglulega.