Rosa pimpinellifolia

Ættkvísl
Rosa
Nafn
pimpinellifolia
Íslenskt nafn
Þyrnirós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa spinosissima L. (1771) not L. (1753)
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
Allt að 100 m
Vaxtarlag
Villirós. Mjög greinóttur, einblómstrandi runni með rótaskot. Greinarnar purpurabrúnar, uppréttar, 90-100 sm (eða hærri), með þétta, beina, granna þyrna og stinn þornhár, sérstaklega þétt neðst á greinunum. Axlablöðin mjó. Þyrnirósin er skriðul.
Lýsing
Laufin sumargræn, smálaufin 7-9 (sjaldan 7-11), breiðoddbaugótt til breiðöfugegglaga eða meira eða minna kringlótt, 0,6-2 sm, snubbótt, hárlaus nema miðtaugin er stundum dúnhærð á neðra borði, jaðrar með einfaldar kirtiltennur. Engin stoðblöð. Blómstæðin oftast hárlausir. Blómin stök, einföld eða ofkrýnd, gulhvít með daufan ávaxtailm, 3,8-6 sm í þvermál. Bikarblöð heilrend, mjólensulaga, langyddir, miklu styttri en krónublöðin, hárlaus á ytra borði, en með ullhærða jaðra, upprétt og standa lengi að blómgun lokinni. Krónublöðin rjómahvít. Nýpur hnöttóttar, íflatar, rauðar í fyrstu en síðar purpurasvartar, 0,7-1,5 sm, sléttar og hárlausar.
Uppruni
V & S Evrópa, SV & M Asía austur til Kína og Kóreu.
Harka
H2
Heimildir
= 2, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm
Fjölgun
Vetrar- og sumargræðlingar og sáning.
Notkun/nytjar
Rósin er notuð í limgerði, þyrpingar, stakstæð og í blönduð beð.Safinn úr fullþroska nýpunum var ásamt álúni notaður til að lita silki en þá fékkst fallegur fjólublár litur.
Reynsla
Ein gömul íslensk planta er til. Einnig er til planta keypt 1994, gróðursett í beð 1994, vex vel, er mjög skriðul, blómstrar mikið. Harðgerð og þolin, vex villt á nokkrum stöðum hérlendis, FRIÐUÐ.Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.