Rosa pimpinellifolia

Ættkvísl
Rosa
Nafn
pimpinellifolia
Yrki form
Red Nelly'
Íslenskt nafn
Þyrnirós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa 'Single Cherry', 'Single Red'
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Dökkrauður.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
Allt að 100 sm
Vaxtarlag
Uppruni óþekktur.Nokkuð harðgerð runnarós, þyrnirósarblendingur, gömul, blómviljug rós, sem kom fram fyrir 1867. Runninn verður 80-100 sm hár (eða hærri). Elstu greinarnar ætti að sníða af til að ýta undir nýjan vöxt.
Lýsing
Laufin dökkgræn, verða appelsínugul að haustinu. Blómin einföld, dökkrauð, krónublöðin grá á bakhliðinni. Nýpur svartar, kúlulaga og sléttar.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z4
Heimildir
Hjörtur Þorbjörnsson, Grasagarði Reykjavíkur, http://www.hagenpaakleiva.net, http://www.ingibjörg.is, http://www.mork, www.eggert-baumschulen.de/products/de/Neu-in-dieser-saison/Red-Nelly.html. www.rosenhof-schulteis.de/Rosen/Historische-Rosen/Rosa-pimpinellifolia/
Fjölgun
Vetrar- og sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Ein planta í rósabeð eða á grasflötina, í lágvaxið limgerði, í ker.
Reynsla
Í Lystigarðinum hefur verið til planta frá 1990 sem lifði til 1997. Græðlingur kom í Lystigarðinn frá Grasagarði Reykjavíkur 2004, óvíst að hafi lifnað. Fín í Reykjavík.