Rosa pimpinellifolia

Ættkvísl
Rosa
Nafn
pimpinellifolia
Yrki form
'Hispida'
Íslenskt nafn
Þyrnirós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
R. pimpinellifolia v. hispida (Sims) Boom, R. spinosissima v. hispida (Sims) Koehne
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fölgulur, verður hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
Allt að 100 sm
Vaxtarlag
Mjög greinóttur, einblómstrandi runni með rótaskot. Greinarnar purpurabrúnar, uppréttar, 90-200 sm, með þétta, beina, granna þyrna og stinn þornhár, sérstaklega þétt neðst á greinunum. Axlablöðin mjó. Þyrnirósin er skriðul.
Lýsing
Smálauf 1,9-2,3 sm, blómin 5-7,5 sm breið sem eru fölgul þegar þau opnast og lýsast síðan, verða rjómalit.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z4
Heimildir
2
Fjölgun
Vetrar- og sumargræðlingar og sáning.
Notkun/nytjar
Rósin er notuð í limgerði, þyrpingar, stakstæð og í blönduð beð.
Reynsla
Mjög gömul í Lystigarðinum, frá 1956 eða eldri, kelur stundum, vex vel og myndar rótarskot, lítið um blóm.