Rosa pimpinellifolia

Ættkvísl
Rosa
Nafn
pimpinellifolia
Ssp./var
v. myriacantha
Höfundur undirteg.
(Lam. & DC.) Sér.
Íslenskt nafn
Þyrnirós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur með bleikri slikju.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
50-70 sm
Vaxtarlag
Runni, aðeins 50-70 sm hár, með mikið af rótarskotum. Greinar þétt þornhærðar. Þyrnar mjög grannir og fjölmargir, þeir neðstu oft bognir aftur á bak.
Lýsing
Smálauf mjög smá, þéttkirtilhærð. Blómin smá, hvít með bleika slikju. Blómleggir og bikarar með stinn þornhár.
Uppruni
Spánn, S Frakkland til Armeníu.
Harka
Z4
Heimildir
Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg
Fjölgun
Vetrar- og sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð.
Reynsla
Rosa pimpinellifolia v. myriacantha er gömul í garðinum, var flutt í annað beð 1992. kelur dálítið.