Rosa primula

Ættkvísl
Rosa
Nafn
primula
Íslenskt nafn
Lyklarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
R. ecae Aitchison ssp. primula (Boulenger) Roberts.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
120-180 sm
Vaxtarlag
Villirós. Uppréttur runni,120-180 sm hár og álíka breiður, einblómstrandi. Greinar grannar, allt að 300 sm, rauðbrúnleitar meðan þær eru ungar, með stinna, beina, dálítið hliðflata þyrna með breiðan grunn. Axlablöðin mjó.
Lýsing
Laufin sumargræn, ilma mikið, smálaufin allt að 9 (sjaldan 7-13) oddbaugótt til öfugegglaga eða öfuglensulaga, 0,6-2 sm, ydd eða snubbótt, hárlaus ofan með stóra kirtla á neðra borði, jaðrar með samsettar kirtiltennur. Engin stoðblöð. Blómstæðin slétt. Blómin gul, stök, einföld, 2,5-4,5 sm í þvermál með daufan ilm, fínan reykelsisilm. Bikarblöðin heilrend, hárlaus, upprétt og lengi á nýpunum. Krónublöðin prímúlugul. Nýpur hnöttóttar til öfugkeilulaga brúnrauð til rauðrófurauð, 1-1,5 sm, slétt.
Uppruni
Gömlu Sovétríkin (M Asía) til N Kína.
Harka
H4
Heimildir
2, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, davesgarden.com/guides/pf/go/145315/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar,sáning, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð.
Reynsla
Rosa primula var sáð í Lystigarðinum 2000, plantað í beð 2004, líklega dauð 2009.