Rosa pulverulenta

Ættkvísl
Rosa
Nafn
pulverulenta
Íslenskt nafn
Límrós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa azerbajdzhanica Novopokr. & Rzazade, Rosa glutinosa Sm., Rosa nisami Sosn.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rósbleikur-ljósbleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
30-70 sm
Vaxtarlag
Þéttvaxinn runni, 30-70 sm hár, með fjölda af stinnum, beinum eða bognum hvítleitum þyrnum innan um kirtilþornhár. Axlablöð breið.
Lýsing
Smálauf (3-)5-7(-9), oddbaugótt til öfugegglaga eða kringlótt, 0,7-1,5 sm löng, hárlaus beggja vegna eða ögn dúnhærð, með kirtla á blaðröndunum, tvísagtennt, tennur með kirtla. Með stoðblöð. Blómstæðið slétt eða með kirtilþornhár. Blómin 1-2, einföld, 2,5-3,8 sm breið, bikarblöð með fáeina kirtilrenda hliðarflipa dálítið breiðari í oddinn og eru langæ á nýpunni. Krónublöð rósbleik, stílar lausir, standa ekki fram úr blóminu, fræni ullhærð. Nýpur allt að 2,5 sm breiðar, sporvala eða hálfhnöttóttar dökkrauðar, sléttar eða kirtilþornhærðar.
Uppruni
S Evrópa til Litla Asía, Líbanon, Íran, Afganistan, Kákasus.
Harka
Z6
Heimildir
= 1,Huxley & al. 1992: The New Royal Horticultural Society Dictionary of Gardening 4, navigate.botanicgardens.org/weboi/oecgi2.exe/INET-ECM-DispPl?NAMENUM=18031&DETAIL=&startpage1
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í beðkanta. Þurrkþolin.
Reynsla
Límrósinni var sáð í Lystigarðinum 1993 og plantað í beð 2001, kelur ekkert, vex vel og blómstrar mikið, en nær ekki að þroska nýpurnar.