Rosa rugosa

Ættkvísl
Rosa
Nafn
rugosa
Íslenskt nafn
Ígulrós (garðarós)
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa regeliana Lind. & André.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rósbleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
100-200 (250) sm
Vaxtarlag
Villirós. Kröftugur og grófgerður runni, 100-200 sm hár, einblómstrandi, með þétta, mislanga þyrna og þornhár. Skriðular jarðrenglur. Smálauf 5-9, oddbaugótt, 3-5 sm löng, dökkgræn og glansandi á efra borði, hrukkótt, þykk, en bláleit og netæðótt á neðra borði, hærð.
Lýsing
Blóm stök eða fá sama, rósbleik með léttan ilm, 6-8 sm breið. Blómleggir, stuttir og þornhærðir. Lauf gult eða rautt að haustinu.Nýpur hnöttóttar, íflatar, sléttar, mjög stórar, allt að 3 sm breiðar, safaríkar og kjötkenndar ljósrauðar.
Uppruni
N-Kína, Kórea, Japan hefur numið land í N, V og M Evrópa.
Harka
Z4
Heimildir
= 1, Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP
Fjölgun
Sumargræðlingar og sáning.
Notkun/nytjar
Notuð í limgerði, þyrpingar, stakstæð og í blönduð beð.Þolir hálfskugga, sem og seltu og vinda og er þar að auki ein sú frostþolnasta. Hefur verði ræktuð í Kína í um 1000 ár. Kom til Evrópu 1784.
Reynsla
Ígulrós var sáð í Lystigarðinum 1989, plantað í reit 1990 og í beð 1994, kelur lítið, er kröftuð, vex mikið vel og blómstrar mikið. Planta af þessari tegund kom í Lystigarðinn 1993, plantað í beð það ár. Kelur dálítið.