Rosa rugotida

Ættkvísl
Rosa
Nafn
rugotida
Yrki form
'Dart's Defender'
Höf.
Darthuis Nursery 1971, Holland.
Íslenskt nafn
Renglurós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
R. nitida Superba Darth.Boomkw.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur-fjólublárauður.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
120-200 sm
Vaxtarlag
Foreldrar: Rosa nitida x R. rugosa HansaHarðgerður runni, kröftugri en R. nitida, 120-200 sm hár og um 100 sm breiður, einblómstrandi, með rótarskot.
Lýsing
Blóm stór, hálffyllt, bleik-fjólublárauð, ilma mikið. Haustlitir eru fallegir, appelsínurauðir. Nýpur myndast flótt eftir blómgun.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
Hjörtur Þorbjörnsson, grqasagarði Reykjavíkur, Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, http://www.elisanet.fi/simolanrosario/a-uudet-sivut/uudet-ruusulistat/rosarugosa.html, http://www.hesleberg.no
Fjölgun
Græðlingar.
Notkun/nytjar
Hæfilegt er að hafa 3 plöntur á m². Vex vel á eigin rót. Notuð við sumarbústaði, í beð og limgerði.
Reynsla
Rosa rugotida Darts Defender var keypt í Lystigarðinn 1990, plantað í beð 2003 og önnur keypt 1996, plantað í beð 1996 og flut í annað beð 2003. Báðar kala dálítið sum árin. Sú frá 1994 vex vel og blómstrar dálítið. Rósin kom aftur sem græðlingur í Lystigarðinn frá Grasagarði Reykjavíkur 2004, óvíst að hann hafi lifnað. Harðgerð í Reykjavík.