Rosa sericea

Ættkvísl
Rosa
Nafn
sericea
Íslenskt nafn
Flosrós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa omeiensis, R. omeiensis v. pteracantha, R. sericea v. pteracantha.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur-rjómalitur.
Blómgunartími
Sól.
Hæð
240-300 m
Vaxtarlag
Uppréttur, dálítið útbreiddur runni, 240-300 sm hár og um 180-360 sm breiður. Greinar 200-400 sm, gráar eða brúnar með beina eða bogna, rauðleita þyrna sem vita upp á við og sem eru með breiðan grunn, beinir eða bognir, tveir og tveir saman undir laufunum, oft eru grönn þornhár innan um þyrnana. Axlablöðin mjó.
Lýsing
Laufin sumargræn, smálaufin 7-11 oddbaugótt, aflöng, eða öfugegglaga, 0,6-3(-7) sm. Hvasstennt við oddinn, snubbótt eða ögn ydd, stundum hærð á neðra borði, jaðrar með einfaldar tennur, oft aðeins á efri hluta laufsins. Silkihærð á neðra borði. Engin stoðblöð. Blómsætin hárlaus. Blómin stök á hliðarleggjum, einföld, 2,5-6 sm í þvermál. Bikarblöðin heilrend, hárlaus eða silkihærð á ytra borði, upprétt eða útstæð og eru lengi á nýpunum. Krónublöðin oftast 4 sjaldan 5, hvít eða rjómalit, sýld í endann. Nýpur hnöttóttar til perulaga, á mjóum legg, dökkfagurrauðar, skarlatsrauð-appelsínugular eða gular, 0,8-1,5 sm, sléttar. Fræ aðeins neðst í nýpunni.
Uppruni
Himalaja, NA Indland, N Bútan, SV & Mið Kína, Xizang.
Sjúkdómar
Ónæm fyrir svartroti, mjölsvepp og ryðsvepp.
Harka
H4
Heimildir
2, Huxley & al. 1992: The New Royal Horticultural Society Dictionary of Gardening 4, Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, davesgarden.com/guides/pf/go/64873/#b, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Rosa+sericea
Fjölgun
Sumar-, síðsumargræðlingar með hæl eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggræðsla (tekur 12 mánuði).
Notkun/nytjar
Í blönduð trjá- og runnabeð.
Reynsla
Rosa sericea var sáð í Lystigarðinum 1994 og plantað í beð 2004, vex vel en engin blóm 2009.