Rosa setipoda

Ættkvísl
Rosa
Nafn
setipoda
Íslenskt nafn
Burstarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa macrophylla v. crasseaculeata Vilm.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Meðalfrjór, vel framræsur, helst rakur.
Hæð
Allt að 300 sm
Vaxtarlag
Villirós. Uppréttur runni með þétta stilka, einblómstrandi, 300 sm hár, en getur orðið 500 sm í ræktun. Þyrnar fáeinir, beinir, stórir, breiðastir neðst, allt að 8 mm langir. Smáblöð 7-9, oddbaugótt, hárlaus eða kirtilhærð á neðra borði, jaðrar einsagtenntir og djúptenntir. Axlablöð stór, þétt kirtilrandhærð, aðalleggur kirtilhærður og dálítið þyrnóttur.
Lýsing
Blómin bleik allt að 5 sm breið, allt að 12 eða fleiri í klasa. Blómin eru með léttan ilm sem minna á epli. Bikarblöð eru með langan odd, laufkenndan og sagtenntan. Krónublöð ögn hærð á ytra borði. Bikar kirtilhærður, blómleggir kirtil-þornhærðir. Nýpur eru fjölmargar, flöskulaga, 2 sm langar, mjög stórar í ræktun eða 6-7 sm langar, (! hefur e.t.v. blandast R. moyesii), appelsínu- til dökkrauðar, þornhærðar. Þær eru í hangandi klösum.
Uppruni
M-Kína.
Harka
Z6
Heimildir
Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Rosa+setipoda
Fjölgun
Sáning, síðsumargræðlingar með hæl, skifting á rótarskotum þegar plantan er í dvala, sveiggræðsla, (tekur 12 mánuði).
Notkun/nytjar
Í blönduðu trjá- og runnabeð.
Reynsla
Burstarósin er gömul í Lystigarðinum, flutt í annað beð 1992, kelur lítið. Orðin 200 sm há, engin blóm 2009.