Rosa suffulta

Ættkvísl
Rosa
Nafn
suffulta
Íslenskt nafn
Giljarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
R. pratincola Greene, R. arkansana suffulta Cockerell, R. arkansanoides Schneid.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
50 sm
Vaxtarlag
Runni sem er aðeins um 50 sm hár en stundum hærri, oft aðeins hálfrunni. Greinar grænar, þétt fínþyrnóttar og þornhærðar, visnar niður að jörðu eftir blómgun, samtímis myndast nýjar greinar fyrir næsta ár. Smálauf 7-11, breið-oddbaugótt til lang-egglaga, 2-4 sm löng, sagtennt, skærgræn, hærð beggja vegna, en verða næstum hárlaus á efra borði með tímanum. Laufleggir og miðstrendur fínhærð.
Lýsing
Blóm í klösum, bleik, 3 sm breið. Bikar hárlaus, bikarblöð með hliðarsepa. Nýpur hnöttóttar, 1 sm í þvermál, rauðar með upprétt bikarblöð.
Uppruni
Austur- og Mið-Bandaríkin.
Sjúkdómar
Viðkvæm fyrir hunangssvepp.
Harka
Z5
Heimildir
Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, davesgarden.com/guides/pf/go/141662/#b, www.pfaf.ord/user/Plant.aspx?LatinName=Rosa+arkansana+suffulta
Fjölgun
Sáning, skipting þegar plantan er í dvala. Síðsumargræðlingar með hæl, sveiggræðsla (tekur 12 mánuði).
Notkun/nytjar
Í beðkanta.
Reynsla
Giljarósinni var sáð í Lystigarðinum 1992 og 2002, báðar eru enn í reit.