Rosa sweginzowii

Ættkvísl
Rosa
Nafn
sweginzowii
Íslenskt nafn
Hjónarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa moyesii sensu Stapf in part non Hemsl. & Wils.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ljósbleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
Allt að 350 sm
Vaxtarlag
Villirós. Stórvaxinn runni allt að 500 sm hár, nauðalíkur meyjarós, einblómstrandi. Stilkar með stóra, flata þríhyrnda þyrna, þéttstæða. Þyrnar misstórir.
Lýsing
Smálauf 7-11 oddbaugótt til lang-egglaga, 2-5 sm löng, tvísagtennt að ofan eru þau skærgræn og hárlaus, að neðan hærð, hæringin þéttari á æðastrengjunum. Blóm ljósbleik með gula frjóhnappa í miðju, 4 sm breið, 1-3 saman. Blómin eru með ljúfan villirósailm. Blómskipunarleggur þyrnóttur, blómleggir og bikar kirtil-þornhærðir. Bikarblöð aðeins lítillega flipótt og sagtennt. Nýpur í klösum, flöskulaga, glansandi, ljósrauðar til hárauðar.
Uppruni
NV Kína.
Harka
6
Heimildir
= 1,Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Rosa+arkansana+suffulta
Fjölgun
Sáning, síðsumargræðlingar með hæl, skifting á rótarskotum, sveiggræðsla (tekur 12 mánuði).
Notkun/nytjar
Sem stakstæður runni, í þyrpingar, í blönduð beð. Nýpur auðugar af C-vítamín 810 mg/100 g.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum núna (2010) en var sáð 1992 og dó 2000.