Rosa sweginzowii

Ættkvísl
Rosa
Nafn
sweginzowii
Yrki form
'Macrocarpa'
Höf.
(Vogel, Sangerhausen 1945) Þýskaland
Íslenskt nafn
Hjónarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Dökkbleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
Allt að 500 sm
Vaxtarlag
Þetta er þýskt úrval, einstaklingur með óvenju stórar nýpur. Villirós, einblómstrandi, sjá aðaltegundina.
Lýsing
Blóm dökkbleik með sætan ilm, 5-6 sm í þvermál. Nýpur nokkrar saman í klasa, stórar, allt að 5 sm langar og 2 sm breiðar. flöskulaga, glansandi appelsínurauðar, hangandi.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z6
Heimildir
Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.rosenversand24.de/storefront/detail/23-194-Rosa-sweginzoww-Macrocarpa.html.
Fjölgun
Síðsumargræðlingar með hæl.
Notkun/nytjar
'Macrocarpa þýðir með stórt aldin og stór aldin henta vel í eldamennskuna.
Reynsla
Rosa sweginzowii 'Macrocarpa',var sáð í Lystigarðinum 1991 og plantað í beð 1992, hefur alltaf kalið mikið, lítt spennandi planta. Óx að vísu vel 2009, en engin blóm.