Rosa woodsii

Ættkvísl
Rosa
Nafn
woodsii
Íslenskt nafn
Valrós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
R. sandbergii Greene, R. maximuliani Nees., R. deserta (Lunell), R. fimbriatula (Greene), R. Macounii (Rydberg).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Djúpbleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
150-200 sm
Vaxtarlag
Villirós. Uppréttur, einblómstrandi runni, 150-200 sm hár, stilkar rauðleitir verða seinna gráir. Þyrnar fjölmargir grannir, beinir eða ögn bognir, fáir á blómstrandi greinum.
Lýsing
Smálauf 5-7, öfugegglaga til oddbaugótt, 1-3 sm löng hvass-sagtennt, tennur einfaldar, neðan fínhærð og bláleit. Axlablöð mjó, heilrend til ögn sagtennt, engir kirtlar. Blóm djúpbleik, 1-3 talsins, ilma mikið, léttur villirósailmur, 3,5-4 sm breið leggur og bikar sléttur. Nýpur skrautlegar, hnöttóttar, um 1 sm í þvermál, oftast með greinilegan háls, rauðgljáandi, eru lengi á runnanum. Mjög breytileg tegund.
Uppruni
V & M N-Ameríka.
Harka
Z4
Heimildir
Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg,http://www.rose-roses.com/rosepages,http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm
Fjölgun
Sáning, skipting á rótarskotum þegar plantan er í dvala, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í trjá og runnabeð.
Reynsla
Valrósinni var sáð í Lystigarðinum 1990, gróðursett í beð 1994, kelur fremur lítið, fá blóm.