Rosa woodsii

Ættkvísl
Rosa
Nafn
woodsii
Ssp./var
v. ultramontana
Höfundur undirteg.
(S. Wats.) Jepson
Íslenskt nafn
Valrós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa ultramontana (S. Wats.) Heller, Rosa arizonica, Rosa arizonica v. granulifera, Rosa covillei, Rosa lapwaiensis, Rosa pecosensis, Rosa woodsii ssp. ultramontana, Rosa woodsii var. arizonica, Rosa woodsii var. granulifera.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól (-hálfskuggi).
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
10-90 sm
Vaxtarlag
Villirós. Runni sem er 10-(90-200) sm hár og 200 sm í þvermál. Þyrnar grannir, beinir.
Lýsing
Smálauf egglaga til aflöng-egglaga, dúnhærð, móskugræn, stoðblöð mjó nema þau efri. Blóm bleik, ilmandi, fáein saman.
Uppruni
Kalifornía, V N-Ameríka.
Harka
Z4
Heimildir
Rehder, A. 1977: Manual of cultivated trees and shrubs Hardy in N-Americahttp://www.calflora.org, davesgardem.com/guides/pf/go/62281/#b,www.wildflower.org/plants/result.php?id-plant=ROWOU, www.laspilitas.com/nature-f-california/plants/592--rosa-woodsii-ultramonaran
Fjölgun
Sáning. Sumar-, síðsumargræðlingar með hæl eða vetrargræðlingar, skifting þegar plantan er í dvala.
Notkun/nytjar
Í beðkanta.
Reynsla
Valrósinni var sáð í Lystigarðinum 1990, plantað í beð 1992, kelur lítið, þrífst annars vel, blómstrar mikið og þroskar nýpur.