Rosa x ricardii

Ættkvísl
Rosa
Nafn
x ricardii
Íslenskt nafn
Múmíurós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
R. sancta Rich. non Andr., R. centifolia L. v. sancta Zab.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ljósbleikur-hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
50-70(-130) sm
Vaxtarlag
Múmíurósin er ef til vill blendingur: R. gallica L. x R. phoenicia Boiss. Lágvaxinn runni, 50-70 sm hár, greinar grænar, hárlausir, mjög þyrnóttir. Þyrnar mjög misstórir, litlir og bognir. Smálauf 3-5(-9), lang-egglaga, snubbótt, jaðrar kirtilhærðir, hrukkótt ofan, dálítið hærð á neðraborði.
Lýsing
Blómin í litlum klösum, einföld-tvöföld, ljósbleik-hvít, 5-7 sm breið, ilma mikið. Bikarblöð stór, fjöðruð, jaðrar og bakhlið kirtilhærð. Stíll með hvít hár, blómleggir kirtil-þornhærðir allt að 3 sm langir, bikar sléttur. Múmíurósin er fundin sem náttúrulegur blendingur í Etíópíu og í austur Kákasus.
Uppruni
Garðauppruni.
Harka
Z7
Heimildir
1, Krüssmann, G. 1978: Handbuch der Laubgeholze. Band III Berlin - Hamburg, www.helpmefind.com/rose/pl.php?n=5401, en.hortipedia.com/wiki/Rosa-x-richardii
Fjölgun
Síðsumargræðlingar með hæl, ágræðsla.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð. Þolir allt að -18 °C.
Reynsla
Múmíurósinni var sáð í Lystigarðinum 1992 og er í reit.