Rosa x rugosa

Ættkvísl
Rosa
Nafn
x rugosa
Yrki form
'Fru Dagmar Hastrup' 2
Höf.
(Poulsen 1914) Danmörk
Íslenskt nafn
Ígulrós (Garðarós).
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa 'Fru Dagmar Hartopp', R. x rugosa 'Fru Dagmar Hartopp'
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Pastelbleikur-ljósbleikur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
Allt að 150 sm
Vaxtarlag
Uppréttur runni sem verður um 150 sm hár. Þetta er lotublómstrandi ígulrósarblendingur, mjög þyrnóttur, blómviljugur. Fyrsta blómalotan blómríkust, seinni lotur blómafærri. Smálaufin mjög stór, dökkgræn, hrukkótt og snörp á efra borði.
Lýsing
Blóm stór, einföld, allt að 10 sm í þvermál, pastelbleik-ljósbleik með gullgula fræfla, ilma vel og eru með mikinn nellikuilm. Nýpurnar eru mjög stórar og fallegar, skærskarlatsrauðar-dökkrauðar, glansandi, svolítið útflattar í endana.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Ónæm fyrir svartroti, mjölsvepp, ryðsvepp.
Harka
Z2
Heimildir
Roy, Hay & Patrick Synge 1969: The Dictionary of Garden Plants in Colour with House and Greenhouse Plants. - George Rainbird LTD 1969 (Svensk översättninga och bearbetning Sven Nilson 1974. Örebro 1974), http://www.elisanet.fi/simolanrosario/a-uudet-sivut/uudet-ruusulistat/rosarugosa.html, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,www.floweringshrubfarm.com/rugosa.htm, https:/eee.rhs.org.uk/Plants/96241/Rosa-Fru-Dagmar-Hastrup-%28Ru%29/Details, davesgarden.com/guides/pf/go/64663/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumargræðlingar með hæl, vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggrgæðsla.
Notkun/nytjar
Ein besta rósin hvað við kemur lit blóma og nýpanna. Það er hægt að klippa hana rækilega í rósagerði að vetrinum til.
Reynsla
Lystigarðinum var til planta frá 1989 sem lifir enn (2009) en er orðin léleg 2008, aðþrengd, komin í skugga, kelur, lifir og vex 2009 en engin blóm.Var til í garði við Engimýri, Akureyri, á sólbjörtum stað, blómstraði talsvert árlega.