Rosa x rugosa

Ættkvísl
Rosa
Nafn
x rugosa
Yrki form
'Gelbe Dagmar'
Höf.
(Moore 1989) USA
Íslenskt nafn
Ígulrós (Garðarós)
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
R. 'Yellow Dagmar Hastrup'
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fagurgulur.
Hæð
30-80 sm
Vaxtarlag
Runninn er uppréttur, 30-80 sm hár (60-150 sm samkvæmt sumum heimildum) og breiðvaxinn allt að 215 sm í þvermál. Meðalþyrnóttur til þornhærður, þéttur runni, hvelfdur, greinóttur. Stór, mött, milligræn hrukkótt lauf.
Lýsing
Blómin 3-4 sm breið, fagurgul, verður rjómagul með aldrinum, hálffyllt, með 20-30 krónublöð, stök eða nokkur í klasa, með þægilegan ilm. Plantan er rótekta, frost- og saltþolin.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Ónæm fyrir svartroti.
Harka
Z2
Heimildir
http://www.baumschule-horstmann.de, http://www.rosenversand24.de, http://www.welt-der rosen.de/duftrosen, www.helpmefind.com/rose/pl.php?n=13586
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Hentar hvort sem er að hafa sem stakan runna eða nokkrar plöntur saman í limgerði, hvort sem er á sléttlendi eða í brekkur, hentug í lág limgerði og sem þekjurunni, 3-4 plöntur á m². Það þarf að snyrta/klippa hann á vorin svo að vöxturinn verði sem bestur.Viðurkenning: Silber BUGA Dortmund u. Bronze Genua 1991
Reynsla
Rosa rugosa 'Gelbe Dagmar' var keypt í Lystigarðinn 2008 og plantað í beð sama ár, blómstraði nokkuð 2009, sein til og kom með nokkur blóm 2009.