Rubus arcticus

Ættkvísl
Rubus
Nafn
arcticus
Íslenskt nafn
Bjarnarber, heimskautaber
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Bleikur, rauður.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
10-30 sm
Vaxtarlag
Lágvaxin fínleg jurt, ekki með þyrna. Laufin legglöng, skiptast í 3-5 egglaga smálauf, sagtennt, hárlaus eða því sem næst.
Lýsing
Blómin tvíkynja, bleik eða rauð, allt að 2,5 sm í þvermál, í 1-3 blóma blómskipunum, bikar- og krónublöð 5-7 eða fleiri, bikarblöð hárlaus, krónublöð egglaga oft framjöðruð, fræflar purpuralitir, uppréttir, innsveigðir efst, stílar jafnlangir og fræflarnir, frævur dúnhærðar. Aldin dökkrauð með mörg steinaldin.
Uppruni
Pólhverf (Alaska, Síbería, Kanada).
Harka
1
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, sem undirgróður undir tré, sem þekjuplanta.
Reynsla
Harðgerð, fallegast ef plantan fær að mynda breiður. Ekki í Lystigarðinum.