Rubus arcticus

Ættkvísl
Rubus
Nafn
arcticus
Ssp./var
ssp. stellatus
Höfundur undirteg.
(Sm.) Boiv. emend. Hult.
Íslenskt nafn
Stjörnuklungur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi fjölæringur.
Kjörlendi
Fjölæringabeð.
Blómalitur
Rauður.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 30 sm
Vaxtarlag
Lík R. arcticus ssp. arcticus. Stönglar vaxa upp af löngum trékenndum jarðrenglum, laufin þrífingruð.
Lýsing
Blómin stór, laufin oftast þríflipótt, stundum næstum heilrend, kringlótt, blómbotn dúnhærður með gula kirtla.
Uppruni
Alaska, Aleutaeyjar.
Harka
1
Heimildir
Hultén 1968:Flora of Alaska and Neighboring Territories.
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður í trjá og runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1996 og gróðursett í beð 2010, þrífst vel.