Rubus idaeus

Ættkvísl
Rubus
Nafn
idaeus
Íslenskt nafn
Hindber
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Hálfrunni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
Allt að 100 sm
Vaxtarlag
Allt að 100 sm hár. Stönglar uppréttir, hrímugir, þornhærðir og mjúkhærðir oftast með marga, mjúka þyrna.
Lýsing
Laufin oftast fjaðurskipt með 3-7 smábleðlum, smáblöð egglega eða aflöng, stöku sinnum ögn sepótt, laufin sem eru á blómgreinum yfirleitt 3-skipt endaflipinn er ekki djúp-3-sepóttur, allir stuttyddir, hjartalaga við grunninn, verða hárlaus ofan, hvítlóhærð neðan. Blóm hvít um 1 sm í þvermál í fáblóma laufóttum, endastæðum og axlastæðum klösum. Aldin rauð eða appelsínugul. Bikarblöðin lensulaga, lóhærð. Krónublöðin mjó, upprétt, hárlaus, fræflar uppréttirhvítir. Aldin rauð eða appelsínugul.
Uppruni
Evrópa, N Asía, Japan
Harka
Z3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Hægt er að nota sem þekjuplöntu en þar sem hún skríður ótæpilega er erfitt að halda henni í skefjum eins og mörgum ættingjum hennar.
Reynsla
Nokkrar gamlar plöntur eru til í Lystigarðinum. Hafa blómgast og borið ber í garðnum.
Yrki og undirteg.
Ýmis yrki eru til erlendis. Í Lystigarðinum er til yrkið 'Hallon am Muskoka' kom sem planta úr gróðrarstöðinni í Laugardal 1990 og var gróðursett það sama ár. Rétt tórir sem rótarskot (2015).