Rubus parviflorus

Ættkvísl
Rubus
Nafn
parviflorus
Íslenskt nafn
Mánaklungur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hreinhvítur.
Blómgunartími
Júní- júlí.
Hæð
100-150 sm (-500 sm)
Vaxtarlag
Kröftugur lauffellandi runni allt að 5 m hár. St0nglar uppréttir , ekki með þornhár, börkur flagnar af. Ungir sprotar ullhærðir, dálítið kirtilhærðir.
Lýsing
Lauf heil með 3-7 (stundum 5) flipa, nýrlaga, allt að 20 sm eða meira í þvermál, óreglulega sagtennt, ullhærð einkum á neðra borði. Laufleggur allt að 10 sm, kirtil-dúnhærður. Blómin hreinhvít, allt að 5 sm í þvermál, í 3-10 blóma klasakenndum hálfsveipum, blómskipunarleggir kirtil-dúnhærðir. Bikar mjög mikið ullhærður, bikarblöð breiðegglaga, með stutta rófu, þétt kirtilhærð á ytra borði. Krónublöð breiðegglaga til egglaga. Aldin hálfkúlulaga, hliðflöt, allt að 2 sm í þvermál, rauð.
Uppruni
N Ameríka, N Mexikó.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sumargræðlingar, rótarskot.
Notkun/nytjar
Undirgróður undir tré, til að þekja og binda jarðveg.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru tvær gamlar plöntur, 'kala' mikið en vaxa mjög vel. Hefur reynst vel að minnsta kosti norðanlands.