Rubus saxatilis

Ættkvísl
Rubus
Nafn
saxatilis
Íslenskt nafn
Hrútaberjalyng, hrútaberjaklungur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
15-40 sm
Vaxtarlag
Jarðlæg planta, allt að 50 sm há erlendis. Stönglar sívalir, dúnhærðir með litíl bein þornhár.
Lýsing
Laifin þrífingruð, egglaga-oddbaugótt, óreglulega sagtennt, næstum hárlaus á efra borði, dálítið dúnhærð á neðra borði. Blómin hvít, í 3-10 blóma hálfsveip. Bikarblöð lensulaga, odddregin, stutt-dúnhærð. Krónublöð upprétt, mjó, lítil, fræflar uppréttir, hvítir. Aldin úr 2-6 smásteinaldum, glansandi, rauð.
Uppruni
Ísland, N Evrópa.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, sem þekjuplanta, í kanta, í veggi, í hleðslur.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul, íslensk planta sem þrífst vel. Harðgerð, blöð oftast rauðdumuð, fallegir haustlitir.