Rudbeckia fulgida

Ættkvísl
Rudbeckia
Nafn
fulgida
Íslenskt nafn
Mánahattur
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
gullgulur/brúnsvartur hattur
Blómgunartími
Ágúst-október.
Hæð
40-90 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 100 sm há, stönglarnir greinóttir. Laufin allt að 12 sm löng, aflöng til lensulaga, milligræn.
Lýsing
Körfurnar allt að 7 sm í þvermál, blómbotninn hvolflaga til keilulaga, geislablóm gul eða appelsínugul, hvirfingablóm purpurabrún. Svif krónulaga.
Uppruni
SA Bandaríkin.
Harka
4
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning, stöngulgræðlingar með hæl að vori.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, við tjarnir og læki, í þyrpingar, til afskurðar.
Reynsla
Harðgerð-meðalharðgerð, mun vera fágætur, skammlífur í ræktun.