Rudbeckia montana

Ættkvísl
Rudbeckia
Nafn
montana
Íslenskt nafn
Fjallahattur
Ætt
Asteraceae (Körfublómaættin)
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Dumbrauður, grænleitur.
Blómgunartími
September.
Hæð
- 150 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 150 sm hár (með grófa jarðstöngla, plantan ekki keilulaga, rætur trefjarætur).
Lýsing
Laufin grænblá (meira eða minn bláleit) blaðkan oddbaugótt til egglaga, oftast fjaðurskipt til fjaðurflipótt (fliparnir oftast gagnstæðir, egglaga til oddbaugótt), leðurkennd, mjókka að grunni til fleyglaga, endaflipi heilrendur eða gróftenntur, hvassydd, oftast hárlaus bæði ofan og neðan, stundum lítið eitt hærð (að minnsta kosti á æðunum á neðra borði), grunnlauf með legg, 17-60 x 10-25 sm. Stöngullauf með legg eða legglaus, 8-30 x 5-20 sm (laufin innan um körfurnar eru ekki með flipa). Körfurnar stakar eða í sveipum. Reifablöð allt að 4 sm (stundum randhærð, mjókka smám saman í oddinn). Blómbotn egglaga eða keilulaga, efri blómagnir 5-8 mm, oddar hvassyddir til meira eða minna bogadregin, með hár á neðra borði. Geislablóm engin. Hvirfingar 20-60 x 12-30 sm. Hvirfingablóm 200-500+, krónur dumbrauðar efst, grænleitar neðst, 4-5 mm, stíll greindur, um 1,5 mm, hvassyddur til bogadreginn. Fræhnotir 5,2-7 mm, svifhárakrans krónulaga, allt að 1,8 m.
Uppruni
Bandaríkin (Colorado, Utah).
Heimildir
= Flora of North America, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=250067451
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Þrífst vel í Grasagarði Reykjavíkur. Myndirnar eru teknar þar.