Rudbeckia occidentalis

Ættkvísl
Rudbeckia
Nafn
occidentalis
Íslenskt nafn
Vestrahattur
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Svarbrúnn -svartur hattur.
Blómgunartími
September.
Hæð
80-150 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 200 sm há, stönglar ekki greindir.
Lýsing
Lauf allt að 12 sm, egglaga til egglaga-oddbaugótt, grunnur bogadreginn eða hjartalaga, heilrend eða óreglulega tennt. Karfan stök, allt að 8 sm í þvermál. Blómbotninn súlulaga, allt að 6 sm. Svifhárakrans breytilegur. Sérkennileg tegund en ekki ýkja skrautleg.
Uppruni
V Bandaríkin.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, stöngulgræðlingar með hæl að vori.
Notkun/nytjar
í sumarbústaðaland, við tjarnir og læki, í þyrpingar, til afskurðar.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum.