Salix alaxensis

Ættkvísl
Salix
Nafn
alaxensis
Íslenskt nafn
Alaskavíðir
Ætt
Víðiætt (Salicaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni (-tré).
Kjörlendi
Sól.
Hæð
4-9 m
Vaxtarhraði
Mjög fljótvaxinn.
Vaxtarlag
Runni eða lítið tré, allt að 6-8 m hátt, ársprotar ullhærðir.
Lýsing
Lauf öfuglensulaga til öfugegglaga, ydd (sjaldan lensulaga), með þétt, hvítt flókahár á neðra borði. Reklar kröftugir, legglausir, uppréttir, koma um leið og laufin. Axlablöð með kirtilhár á jöðrunum, lóhærð. Fræhýði með þétta, hvíta hæringu. Fræflar 2, frjóþæðir hárlausir.&
Uppruni
N Ameríka, A Asía.
Heimildir
= 23
Fjölgun
Vetrar- og sumargræðlingar, sáning, sveiggræðsla að hausti.
Notkun/nytjar
Í gróf limgerði, í skjólbelti, í þyrpingar.
Reynsla
Harðgerður og afar fljótvaxinn við góð skilyrði, kelur oft dálítið. Ekki mjög langlíf tegund fremur en aðrar víðitegundir.
Yrki og undirteg.
Nokkrir klónar hafa verið valdir hérlendis til framhaldsræktunar - fjallað verður nánar um þá síðar.
Útbreiðsla
Alaskavíðir er ræktaður víð einkum í skjólbelti, sáir sér þaðan einkum á áreyrum, vegköntum og öðrum opnum svæðum.